rabb-a-babb 40: Systa dýralæknir

Nafn: Sigríður Björnsdóttir
Árgangur: 1964
Fjölskylduhagir: Í sambúð með Ólafi Inga Sigurgeirssyni og eigum við tvö börn, Sigurgeir og Þorgerði Unu.
Starf / nám: Doktor í dýralækningum, starfa sem dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Landbúnaðarstofnun.
Bifreið: Gömul og slitin.
Hestöfl: Hef ekki hugmynd.
Hvað er í deiglunni: Spennandi rannsóknaverkefni og vinna að samfélagsmálum.

Hvernig hefurðu það? Eins og blóm í eggi.
Hvernig nemandi varstu? Skammlaus.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Þegar rafmagnið fór af í veislunni og því var reddað með því að setja nagla í stað öryggis.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Man ekki eftir að hafa hugsað út í það fyrr en undir lok menntaskólagöngunnar. Þá datt mér í hug að verða dýralæknir.
Hvað hræðistu mest? Eldsvoða (sbr. spurningu 3).
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? The Wall.
Hvaða lag ertu líklegust til að syngja í Kareókí? Lola.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Kroniken.
Besta bíómyndin? Sá 101 Reykjavík fyrir stuttu (aðeins á eftir áætlun) og fannst hún stórskemmtileg. Annars horfi ég afar sjaldan á bíómyndir.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Hvaða fólk er þetta?
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Skrifa aldrei tossamiða og kaupi helst aldrei neina vitleysu, nema appelsín handa þeim feðgum.
Hvað er í morgunmatinn? Eitthvað fljótlegt í miðri viku en um helgar njótum við þess að sitja lengi yfir morgunkaffinu og borða eitthvað gott.
Uppáhalds málsháttur? Ef þú smælar framan í heiminn smælar heimurinn framan í þig.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Grettir.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Humarsúpa.
Hver er uppáhalds bókin þín? Hýbýli vindanna og Lífsins tré eftir Böðvar Guðmundsson eru bækur sem standa uppúr þó af mörgu sé að taka.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... í heimsreisu.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Þegar ég gleymi að draga djúpt andann og telja upp á 10.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Uppgerðarkæruleysi annarsvegar og uppskrúfuð sjálfsánægja hinsvegar. Kann hins vegar vel að meta fólk sem kemur fram af heiðarleika og er ekki sífellt að reyna að villa á sér heimildir.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Ég hef engan áhuga á enskri vindtuðruvitleysu, en sonurinn heldur með Man. United.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? Dóra dómara.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Heim í Búðardal.
Hvað er best í heimi? Faðmur fjölskyldunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir