rabb-a-babb 42: Axel Kára

Nafn: Axel Kárason.
Árgangur: 1983.
Fjölskylduhagir: Einn pabbi og eitthvað af systkynum.
Starf / nám: Nemandi við LBHÍ.

Bifreið: Mercedes-Benz.
Hestöfl: Skemmtilega mörg.
Hvað er í deiglunni: Klára prófin og komast heim í fjörðinn fagra.

Hvernig hefurðu það? 
Er upp á mitt allra besta.
Hvernig nemandi varstu? 
Mjög þögull.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? 
Þegar Agnar á Miklabæ gaf mér kind.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Bóndi.
Hvað hræðistu mest? 
Að spila körfubolta við pabba.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)?  
Deep Purple-Made in Japan.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? 
Brennið þið vitar.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? 
Engu.
Besta bíómyndin? 
Dalalíf.

Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? 
Willis og Jolie.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? 
Rjómaís.
Hvað er í morgunmatinn? 
Eitthvað mjög einfalt.
Uppáhalds málsháttur? 
Góðir hlutir gerast hægt.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? 
Andrés Önd.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? 
Skyr.
Hver er uppáhalds bókin þín? 
Grettis saga.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... 
Í Blönduhlíðina.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? 
Skipulagsleysi.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Nöldur.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? 
Crystal Palace, var ungur og vitlaus.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? 
Roy Keane.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? 
Heim í Búðardal.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? 
Gottlieb Daimler.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? 
Neftóbakshorn, Bændablaðið og hreina brók.
Hvað er best í heimi? 
Kvöldroði í Skagafirði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir