rabb-a-babb 43: Sigurjón Þórðar

Nafn: Sigurjón Þórðarson.
Árgangur: 1964.
Fjölskylduhagir: 3 börn Sif þórhall og Sigrúnu.
Starf / nám: Alþingismaður, líffræðingur.

Bifreið: Toyota Hilux, er til sölu.
Hestöfl: ?
Hvað er í deiglunni:  Vinna með frábæru fólki í F-listanum að framboði í Skagafirði. Vorum á fundi í Hofsósi í gærkvöld þar sem Hanna Þrúður hélt sína fyrstu framboðsræðu sem tókst afburða vel.

Hvernig hefurðu það? 
Ég hef það fínt í góða veðrinu.
Hvernig nemandi varstu? 
Misjafn allt frá því að vera mjög góður nemandi og taka örlitla dýfu á unglingsárum þegar aðrir hlutir fengu forgang.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? 
Skemmtileg fjölskylda.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Ég man að ég ætlaði að  verða góðsterkur.
Hvað hræðistu mest? 
Ekkert eitt umfram annað.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)?  
Ég hlusta á flest, hljómsveitin Von er auðvitað ofarlega á lista en ég held einnig mikið upp á safndisk með Hauki Morthens sem var frábær listamaður.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí?  
Eitthvað gott með Fræbblunum en lögin bjóða upp á frjálslega raddbeitingu.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? 
Það er fátt sem ég missi helst ekki af en ég hef gaman af góðum fræðslu þáttum um hvað eina.
Besta bíómyndin? 
Gaukshreiðrið og Wild at Heart en nafni minn Sighvatsson framleiddi hana.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? 
George Clooney en það er öllu erfiðara að gera upp á milli kvennana en ég segi Gwyneth Paltrow.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? 
Nota sjaldan tossamiða en ég ætti að taka það upp þar sem ég á það til að kaupa það sem til er.
Hvað er í morgunmatinn?  
Svart kaffi og hrökkbrauð með smjöri.
Uppáhalds málsháttur? 
Betri er Krókur en kelda.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? 
Guffi.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?  
Ég er nokkuð sleipur í eldhúsinu og á erfitt með að gera upp á milli ólíkra rétta en þessa stundina er mér skapi næst að elda mér góða íslensk kjötsúpu og sletta smá klínu af óhrærðu skyri út í.
Hver er uppáhalds bókin þín? 
Útlendingurinn eftir Albert Camus og Rokland.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...
...til Ástralíu - fá sem mest út úr ferðinni og heimsækja vin minn í Sidney.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? 
Ég er tiltölulega sáttur við mína kosti og galla.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?  
Ég læt fólk ekki fara í taugarnar á mér.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? 
Ég held alltaf með Íslendingaliðunum, en í Skotalandi er það Kilmarnock en það stafar af því að góður vinur minn Stephen sem er Skoti er eldheitur stuðningsmaður sem snéri mér til fylgis við liðið.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á?  
Það er erfitt að gera upp á milli allra þeirra góðu leikmanna sem léku í Þrymi. Ætli það séu ekki Guðbrandur og Árni Malla.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó?  
Bæði frábær lög en Diskó Friskó er ívið betra.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? 
Hér er vandsöm spurning að ræða en það má nefna Winston Churchill.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér?  
Netstubb, hníf og pott.
Hvað er best í heimi? 
Vakna á morgnana glaður í bragði með tilhlökkun að takast á við verkefni dagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir