rabb-a-babb 56: Óskar Páll

Nafn: Óskar Páll Sveinsson.
Árgangur: 67.
Fjölskylduhagir: Góðir.
Starf: Tónlist.
Bifreið: Mitsubishi Pajero.
Hestöfl: Eitthvað á annað hundrað.
Hvað er í deiglunni: Að þroskast.

Hvernig hefurðu það? Sjaldan verið betri takk.
Hvernig nemandi varstu? Til fyrirmyndar á flestum sviðum, mig minnir samt að Björn skólastjóri hafi nokkrum sinnum þurft að kalla mig inn á skrifstofu sína, en það hlýtur að hafa verið til þess að hæla mér!
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Ég var mjög ákveðinn að klikka nú ekki í kirkjunni eftir allan undirbúningin, og svo var veislan alveg stórskemmtileg.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég var ákveðinn í að vinna við tónlist síðan ég var svona 14-15.
Hvað hræðistu mest? Krónuna (ekki búðina, gjaldmiðilinn).
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Ég var átta ára og ég  man að það voru tvær íslenskar plötur nýkomnar út, Mannakorn og Halli og  laddi. Þetta var mjög erfitt val en á endanum lét ég skynsemina ráða og keypti Mannakorn. Svo skemmtilega vildi til að Mannakorn Samferða var síðan fyrsta stóra platan sem ég Hljóðritaði upp á eigin spýtur 15 árum síðar.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? Ég hef bara einu sinni sungið í Kareókí það var á Kúbu fyrir um 8 árum síðan og þá söng ég fields of gold ( sting ) við mjög misjafnar undirtektir innfæddra...
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Náttúrulífsþáttum frá BBC.
Besta bíómyndin? Big Blue og Pulp Fiction koma strax upp í hugann.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Clooney og Jolie gætu orðið fyrirmyndarpar, og hugsið ykkur hvað börnin yrðu falleg.... svo eru þau bæði mjög dugleg við að láta gott af sér leiða í mannúðarmálum.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Ég stenst aldrei Kókosbollur. Ég er mjög svipaður Óskari nafna mínum Wilde að þessu leyti. Ég stennst ALLT, nema freistingar.
Hvað er í morgunmatinn? Kornflögur smá rúsínur og epli.
Uppáhalds málsháttur? Einn daginn þegar við vorum að leggja sjálfvirka símann í nesinu sagði Svanur við okkur Stebba Lísu: ? Strákar þið skuluð passa ykkur á brennivíninu, það hefur leikið margan manninn lausum hala? ( ég hef lifað samkvæmt þessu æ síðan ).
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Ég er einlægur aðdándi Homers Simpsons.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Heitreyktur ( reyksoðinn ) nýveiddur sjóbirtingur. Til dæmis um hversu ótrúlega gott þetta er, þá sagði unnustan við mig eftir að hafa borðað þetta: "Óskar þú verður að fara að veiða meira." Þetta er setning sem veiðimenn heyra yfirleitt ekki, nema í sínum villtustu draumum.
Hver er uppáhalds bókin þín? Lífsgleði á tréfæti ( með byssu og stöng ) eftir Stefán Jónsson.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... Til Barbados í karabíska hafinu, þessi eyja minnti mig mjög á ísland,  aðeins öðruvísi veður samt.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Pirringur þegar ég sökkvi mér í vinnuna og gleymi að borða.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Man. Utd. Án nokkurra fordóma og með fullri virðingu, þá eru menn sem styðja önnur lið náttúrlega bara ekki með fulle femm.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? Árna Stefáns fyrir að rífa króksara upp úr pizzukössunum og út að hlaupa.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Heim í Búðardal eldist mun betur.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? No comment.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Bát, þyrlu og flugvél, ef mér skyldi leiðast!
Hvað er best í heimi? Hamingjan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir