rabb-a-babb 57: Hulda Ragnheiður

Nafn: Hulda Ragnheiður Árnadóttir
Árgangur: Eðalárgangur
Fjölskylduhagir: Ég á mann,  þrjú börn og eina fósturdóttur
Starf / nám: Fjármálastjóri Blönduósbæjar sem stendur og er í mastersnámi í bankastjórnun og alþjóðaviðskiptum á Bifröst
Bifreið: Skoda Oktavia, 2004
Hestöfl: Hef ekki vit á þeim nema þau séu á fjórum fótum
Hvað er í deiglunni: Útskrift í haust og búferlaflutningar

Hvernig hefurðu það? Oftast eftir mínu höfði og almennt mjög gott.
Hvernig nemandi varstu? Skipulögð og stjórnsöm sennilega….
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Bragðið af messuvíninu og oblátuátið.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Saumakona…. stóð við það og tók sveinspróf í kjólasaumi, en nú sauma ég bara mér til ánægju.
Hvað hræðistu mest? Frostmark, hálku og mikið hvass-viðri, allt á sama augnablikinu
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? EGÓ.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? You Raise Me Up með Josh Groban.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Ég er sífellt að missa af einhverju í sjónvarpinu.
Besta bíómyndin? Casino Royale.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Innkaupamiðar eru ekki mín sterkasta hlið, ef ég man eftir að skrifa þá gleymi ég þeim gjarnan heima….
Hvað er í morgunmatinn? Skyrið er langbesta startið.
Uppáhalds málsháttur? Þeir sem bera ekki virðingu fyrir sjálfum sér geta ekki ætlast til að aðrir geri það.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Íkorninn með hnetuna í Ice age II.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Skyrtertan slær alltaf í gegn.
Hver er uppáhalds bókin þín? Litla gula hænan, því hún kennir fólki svo margt.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... Til Kúbu.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Læt öðrum eftir að dæma um það.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvísi.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Þarna ég alveg vita vonlaus, man ekki einu sinni hvað liðin heita.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? Kimi Raikkonen.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Diskó Friskó er meira í mínum anda, en ég á nú einhver meiri uppáhaldslög.
Hverjar voru mikilvægustu persónur 20. aldarinnar að þínu mati? Mamma og pabbi.
Ef þú ættir að dvelja alein á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Sólhlíf, veiðistöng og handklæði.
Hvað er best í heimi? Íslenska vatnið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir