rabb-a-babb 58: Ingi Freyr

Nafn: Ingi Freyr Ágústsson
Árgangur: "75 ,árið sem ABBA gaf út vínilplötuna ABBA
Fjölskylduhagir: All bærilegir takk fyrir.
Starf / nám: Er að klára BA í lögfræði í sumar, en starfa  á sumrin sem leiðsögumaður í laxveiði og í sumarafleysingum í Blönduóslöggunni. Afar þakklátt starf og spennandi, maður hittir svo marga á þjóðvegunum.
Bifreið: Erki Nool tugþrautarkappi
Hestöfl: Ég er ekki bílaáhugamaður, en ég giska á yfir hundrað kvikindi.
Hvað er í deiglunni: Það er næst að skrifa þessa blessuðu BA ritgerð, og svo taka við laxveiðar í Blöndu og Svartá.

Hvernig hefurðu það? Ég er bara nokkuð góður, vel með á nótunum,en þó ekki elgtanaður eins og virðist móðins hér syðra.
Hvernig nemandi varstu? Ætli ég hafi ekki bara verið spennandi nemandi, er þó ekki viss um að skólastjórnendur séu sammála mér í því. Það var oft stuð í gagganum. Eftir á að hyggja hef ég væntanlega verið uppivöðslusamur og óstýrilátur ? ég er amk ekki viss um að ég hefði gaman af að kenna mér ungum.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Þá fannst mér umslögin best, sérstaklega þau sem pakki fylgdi ekki (peningar). Þegar ég lít til baka eru það hinsvegar sérsaumuðu buxurnar, því ég var bæði lítill og grannur á þessum tíma ;-). Maður var í tískunni þá ? engin vafi.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég var mikið að spá í flugmanninum, fannst það töff. En veit nú að þeir eru rútubílstjórar skýjanna og lítið annað.
Hvað hræðistu mest? Nálar, er með sjúklega sprautuhræðslu. Nú og svo auðvitað konuna í bleika sloppnum við ákveðin tækifæri.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Fyrsta platan sem ég keypti var trúlega einhver barnaplata Mini Pops eða eitthvað álíka, en sú besta er Hopes and Fears með Keane.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? Það er mjö hæpið að ég ?syngi? eitthvað í karókí ? en ég gæti frumflutt einhver meistaraverk í nýjum víddum
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Ég horfi nú ekki mikið á sjónvarp yfir höfuð, en sleppi ekki Prison Break.
Besta bíómyndin? Voða hrifinn af Lord of the Rings trílogíunni ? og svo er ég þeim Sigga bróðir og Sigga Levy ævarandi þakklátur að þeir skyldu fá mig til að leigja Pí á sínum tíma. Svarthvítur starðfræðitryllir ? ótrúlega góð mynd. Mæli með henni.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Ehhhh hvað á þetta fólk að gera? Angelina og Gwyneth ég finn eitthvað fyrir þær að gera...finnst ekki eins gaman að þessum durgum.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Það myndi vera Pik-Nik kartöflustrá.
Hvað er í morgunmatinn? Góð spurning, ég er yfirleitt svo illa fyrir kallaður svona snemma að ég borða ekki neitt.
Uppáhalds málsháttur? Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Ég er heppinn hér að eiga 3 og vera kappklæddur til baksins.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Það eina sem ég kann að elda er kjötsúpa, þannig að líklega er það snillarverkið.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... Til Rússlands í laxveiði, á ennþá eftir að kljúfa 20 punda múrinn.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Hvað ég get verið óskipulagður, og oft á tíðum óstundvís.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Þar kom vel á vondan...óstundvísi.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Manchester United er liðið, reyndar er það einskonar hefð í minni fjölskyldu að styðja Liverpool, en ég  er sá eini sem tók sjálfstæða ákvörðun.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? Mér fannst Pámli Sighvats alltaf góður, enda komst ég í gegnum yngri flokkana án þess að fá spjald...sem er ótrúlegt.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? SÆLIR....það er 2007. En ef ég yrði að velja annaðhvort lagið til að hlusta á myndi ég velja Diskó Friskó. Eða blanda þessu saman í Diskódal.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Ætli það séu ekki foreldrar mínir, án þeirra væri ég ekki hér.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Veiðistöng, flóðhest og litlu stúlkuna (með eldfærin)
Hvað er best í heimi? Thule?!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir