rabb-a-babb 59: Jón Óskar

Nafn: Jón Óskar Pétursson.
Árgangur: 1975.
Fjölskylduhagir: Í sambúð með Ólafíu Ingólfsdóttur og við eigum 2 börn.
Starf / nám: Framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra/Viðskiptafræðingur og kjötiðnaðarmaður.
Bifreið: Nissan Terrano.
Hestöfl: 125.
Hvað er í deiglunni: Úfff, of langt mál að telja upp.

Hvernig hefurðu það? Fínt bara.
Hvernig nemandi varstu? Hinn hefðbundni Meðal-Jón held ég.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Hárgreiðslan.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Sjómaður.
Hvað hræðistu mest? Að Liverpool tapi fyrir Man Jú í úrslitum CL.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Fly on the wall með AC/DC. Stórkostleg plata.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? Hotel California  með Martein Jónsson í bakröddum.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Liverpool leikjum.
Besta bíómyndin? Pulp Fiction var og er sígild.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Brúsi. Hefur bjargað svo mörgum. Náði hápunkti í Armageddon þegar hann bjargaði Jörðinni með loftpressubornum/ Angelina Jolie er íslandsvinur.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Eitthvað mjög nauðsynlegt.
Hvað er í morgunmatinn? Cheerios.
Uppáhalds málsháttur? Sjaldan fara sköllóttir menn í hár saman.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Garðyrkjumaðurinn Willie í barnaskóla Springfield bæjar.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Humarsúpan og nautalundirnar.
Hver er uppáhalds bókin þín? Mýrin.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... til Hawaii.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Góð spurning. Næsta spurning!
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvísi.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Liverpool. Þarf að segja meira?
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? Eiði Smára/  Mjög margir eftirminnilegir dómarar koma upp í hugann t.d Gummi Línu, Stefán Karl Stefánsson, Kjartan Björnsson rakari, Pálmi Sighvats, Róbert bakari ofl. Fyrir valinu verður hins vegar dómaratríóið Björn Þorgrímsson ásamt línuvörðunum Jóni Guðbjörns og Kalla Eggerts frænda mínum sem voru frægir fyrir mikið hlutleysi og næmt auga fyrir vitlausum innköstum.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Heim í Búðardal.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Jón afi minn.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Sólarvörn, sólgleraugu og þyrlu til þess að komast í burtu.
Hvað er best í heimi? Thule.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir