rabb-a-babb 65: Ingi þjálfari Rúnars

Nafn:  Ingi Þór Rúnarsson.
Árgangur:  73 módel.
Fjölskylduhagir:  Í sambúð með Fjólu Bjarnadóttur og samtals eigum við 3 börn.

Starf / nám:  Starfa hjá Arion verðbréfavörslu.
Bifreið:  Skoda Octavia station (2007).
Hestöfl:  Æi, já einhver slatti.
Hvað er í deiglunni:  Veiða nokkrar rophænur (rjúpur) í jólamatinn.

Hvernig hefurðu það?   
Ég hef það ljómandi gott þakka þér pent fyrir.
Hvernig nemandi varstu?  
Minnist þess að hafa einungis einu sinni verið sendur til  skólastjórans og þurfti einu sinni að sitja á ruslafötu í barnaskólanum en annars nokkuð prúður held ég.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum?  
Tja ef ég rifja upp myndina þá er það bindið og þúfan oná hausnum á mér.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?  
Það kom aldrei neitt annað til greina en atvinnumennska.
Hvað hræðistu mest?  
Eiturslöngur.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)?  
Man ekki hver var sú fyrsta, en sú besta er tvímælalaust Best of Duran Duran.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí?  
Born To Be Wild með Steppenwolf og myndi leyfa sviðsframkomunni að njóta sín svona til að draga athyglina frá söngnum.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? 
Spaugstofunni og Kompás.
Besta bíómyndin?  
Þreytist aldrei á að horfa á Lord of the Rings.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? 
Bruce Willis er svalur og Angelina Jolie,  varirnar maður, en í hinni fullkomnu veröld þá veldi ég báðar konurnar en sleppti restinni.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann?  
Ég tek yfirleitt kerru og ef strákurinn minn kemur með mér þá fer hann þangað.
Hvað er í morgunmatinn?  
Hafragrautur helst.
Uppáhalds málsháttur? 
Betri er einn fugl í sósu en tveir í frysti.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín?  
Homer Simpson, nett kærulaus.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?  
Minn sterkasti réttur er hakk, piparostur, rjómi og tómatsósa, allt blandað vel saman og skellt oná ristað brauð með miklu smjöri. Algjör snilld, ef þið trúið mér ekki skuluð þið bara prófa, ekki nota of mikinn rjóma, bara svona aðeins til að bleyta í þessu í restina.
Hver er uppáhalds bókin þín?  
Les lítið en bankabókina skoða ég oft svo ég vel hana.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...  
...til Costa Del Sol.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu?  
Óþolinmóður.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?  
Ótillitsemi.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju?  
Manchester United. Þegar ég var lítill þá sýndi Raggi Palla mér áritaða mynd af fótboltamanni sem hann sagði að væri frændi sinn og spilaði með Man Utd. Nokkrum árum síðar komst ég að því að þetta var Bryan Robson og þeir voru ekkert skyldir.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á?  
Christiano Ronaldo / dómara, hmmm er ekki best að sóknin dæmi.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó?  
Diskó Friskó.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? 
Hvað mig varðar þá eru það foreldrar mínir.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér?   
Sjónvarp og DVD tæki (þetta yrði auðvitað að ganga fyrir sólarorku) og eina mynd, tja ætli ég myndi ekki taka fullorðinsmynd en ég hef auðvitað aldrei séð svoleiðis myndir en heyrt að þær stytti manni stundir.
Hvað er best í heimi?  
Rjúpa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir