rabb-a-babb 74: Jón Brynjar

Nafn: Jón Brynjar Sigmundsson
Árgangur: 1977, besti árgangur frá upphafi í Gagganum.
Fjölskylduhagir: Er giftur blómarósinni Berglindi Karlsdóttur
.Starf / nám: Sementsflutningabílstjóri hjá Aalborg-Portland Ísland.
Bifreið: VW Passat TDI árg. 2001
.
Hestöfl: 130
.
Hvað er í deiglunni: Halda jólin í faðmi fjölskyldunnar og hafa það gott.

Hvernig hefurðu það?
 Ég hef það bara fínt.
Hvernig nemandi varstu?
 Ég held ég hafi bara verið ágætur nemandi en átti það til að hugsa of mikið um körfubolta í tímum.  Óskar kennari (nú skólastjóri) getur staðfest þetta með körfuboltann.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? 
Ljósgræna skyrtan og brúni leðurjakkinn.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Flugmaður.
Hvað hræðistu mest?
 Að Vinstri grænir komist einhvern tíma til valda á Íslandi.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? 
Greatest Hits II með Queen.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí?
 Crazy Little Thing Called Love, Atli Björn Þorbjörnsson veit ástæðuna.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? 
24.
Besta bíómyndin?
 Die Hard myndirnar og James Bond.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? 
Bruce Willis, einfaldlega bestur.  Angelina Jolie, hún er með svo flott tattoo.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann?
 Soya mjólk.
Hvað er í morgunmatinn? 
Herbalife sjeik.
Uppáhalds málsháttur? 
Pass.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? 
Tinni.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?
 Lasagna sem ég bý til, konan kemur ekki nálægt því.
Hver er uppáhalds bókin þín?
 Allar Útkallsbækurnar.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...
 ...Ég færi pottþétt til Ástralíu.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? 
Á það til að vera ekki alveg með á nótunum.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?
 Frekja og yfirgangur.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? 
Man.Utd af því að jólin 1987 fékk ég búninginn í jólagjöf frá mömmu og pabba.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? 
Larry Bird besti alhliða körfuboltamaður sem uppi hefur verið (hafiði þið heyrt þennan áður?).  Pálmi Sighvats, jafnvígur að dæma í fótbolta og körfubolta.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó?
 Heim í Búðardal fyrir Odd vin minn og vinnufélaga.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? 
Mamma og pabbi.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér?
Veiðistöng, hníf og Ísland er land þitt bókaflokkinn.
Hvað er best í heimi? 
Vinir og fjölskylda.

Jón Brynjar svaraði Rabbinu fyrir jól 2007 en Rabbið týndist en er hér komið í leitirnar seint og um síðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir