rabb-a-babb 76: Arnheiður

Nafn: Arnheiður Hanna Njálsdóttir.
Árgangur: 70.
Fjölskylduhagir: Bý með strákunum mínum.
Búseta:  Kaupmannahöfn.
Hverra manna ertu: Dóttir Aðalheiðar Aradóttur og Njáls Torfasonar.


Starf / nám:  Eigandi og starfsmaður hjá ProRehab.dk og konsulent fyrir International Health Insurance. Sjúkraþjálfari og Osteopati.
Bifreið: WW Golf.
Hestöfl:  Ekki nóg til að fá fleiri sektir, og ?klip? í ökuskírteinið fyrir of hraðann akstur!
Hvað er í deiglunni: Mikil vinna við stofnun nýja fyrirtækisins, ProRehab.

Hvernig hefurðu það?  
Hef ekki haft það betra í mörg ár.
Hvernig nemandi varstu?  
Ágætisnemandi ? held ég.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? 
Það er að verða ansi langt síðan, en kannski það að mér fannst ég vera orðin ansi fullorðin!
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?  
Flugfreyja eða hárgreiðslukona!
Hvað hræðistu mest? 
Að eitthvað komi fyrir strákana mína!
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? 
Plata med Dire Straits.
Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí?  
Skál og syngja Skagfirðingar. Finnst það ekki örugglega í kareókí?
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? 
Reyndi að fylgjast med 24 tímum og Sex and the City.
Besta bíómyndin? 
Sé oftast bíómyndir með strákunum mínum. Síðasta myndin var Kung Fu Panda.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? 
Elda mat.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? 
Fiskur í mango og koriandersósu.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? 
Allt of mikið! Yfirleitt dökkt súkkulaði.
Hvað er í morgunmatinn?  
Próteinríkur matur. Það sem fólk yfirleitt borðar í kvöldmat. Þegar ég eldaði steikta ýsu með grænmeti í morgunmat fóru strákarnir mínir fram á ?eðlilegan? morgunmat eins og allir vinir þeirra fá!
Uppáhalds málsháttur? 
Hver er sinnar gæfu smiður.
Hver er uppáhalds bókin þín? 
Nýbúin að ljúka við Flugdrekahlauparann, sem mér fannst mjög góð.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...  
...til Íslands auðvitað!
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu?  
Kærulaus með alla ?pappírsvinnu?. Bókhald og önnur ?pappírsvinna? er bara ekki mitt áhugasvið.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?  
Yfirborðslegt hátterni.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju?  
Liverpool, af því að allir aðrir héldu med Arsenal eða Man.United.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? 
Mikkel Kessler, boxara.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó?  
Heim í Búdardal, Árni Skjaldar yrði skúffaður ef ég svara Diskó Friskó!
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? 
Erfitt að gera upp á milli margra frumkvödla, hvers á sínu sviði. Mother Theresa er ein af þeim!
Hver væri titillinn á ævisögu þinni? 
Einum of snemmt að svara þessari spurningu. Það eru vonandi áratugir þar til ég þarf að finna titil á þá sögu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir