rabb-a-babb 79: Heiðar

Nafn: Áskell Heiðar Ásgeirsson.
Árgangur: 1973.
Fjölskylduhagir: Giftur Völu Báru Valsdóttur og við eigum þrjár yndislegar dætur, Bergrúnu Sólu, Malen og Heiðdísi Pálu.
Búseta: Á Króknum.
Hverra manna ertu: Kominn af borgfirskum (þ.e. frá Borgarfirði eystri!) bændum og trillusjómönnum aftur í aldir.
Starf / nám: Er í stórskemmtilegu starfi sviðsstjóra Markaðs- og þróunarsviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar / Landfræðingur frá HÍ.
Bifreið: Nissan Terrano II.
Hestöfl: Hafa dugað okkur fram að þessu!
Hvað er í deiglunni: Að takast á við skemmtileg verkefni í vinnunni og uppeldi dætranna í vetur.

Hvernig hefurðu það? 
Prýðilegt.
Hvernig nemandi varstu? 
Rólegastur í bekknum (við vorum tveir, ég og Ingi frændi!).
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum?
 Að ég var stærri en Ingi!
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Atvinnumaður í fótbolta, ætluðu það ekki allir?
Hvað hræðistu mest? 
Að eitthvað komi fyrir mína nánustu.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? 
Ég keypti The Unforgettable Fire með U2 árið 1984? breytti lífi mínu og nú á ég allt sem þeir hafa gefið út!
Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí?  
Örugglega eitthvað sem ég uppgötva svo í miðju lagi að ég ræð ekki við.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? 
Liverpool.
Besta bíómyndin? 
Ekki gott að segja, get alltaf hlegið að Monty Python.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? 
Voða fátt, náði þó að klambra saman palli á bak við hús, þannig að sennilega er ég besti smiðurinn á heimilinu.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?  
Þar er Vala mér miklu fremri, en ég get gert ágætar pizzur.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann?
 Nammi og gos, það þarf ekki að skrifa það á miðann!
Hvað er í morgunmatinn?  
Oftast Seríos.
Hver er uppáhalds bókin þín? 
Mér fannst Karitas án titils mjög góð.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu hvert...
 ...Örugglega austur!
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? 
Skortur á sjálfsaga.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Hroki.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? 
Liverpool frá blautu barnsbeini, fyrst af því að pabbi heldur með Man Utd ? síðar vegna þess að þetta er frábært lið!
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á?  
Ingi frændi er enn að spila með UMFB, 35 ára og vann sinn fyrsta titil um daginn þegar Borfirðingar unnu utandeildarkeppnina á Austurlandi.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó?  
Veltur á stemmingunni!
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati?  
Þarna get ég ekki gert upp á milli mömmu og pabba, án þeirra samvinnu væri ég ekkert!
Hver væri titillinn á ævisögu þinni? 
Hann var heppinn með konu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir