rabb-a-babb 81: Bjössi Óla og Sossu

Nafn: Arnbjörn Ólafsson (Bjössi).
Árgangur: 1973.
Fjölskylduhagir: Ég er í einbúð, á börnin Silju (7) og Óla Björn (2).
Búseta: Ég skipti reglulega á milli Akureyrar og Reykjavíkur.
Hverra manna ertu: Óla Sál og Sossu.
Starf / nám: Ég starfa sem alþjóðafulltrúi RES ? Orkuskólans, menntaður heimspekingur og verkefnastjóri.
Bifreið: TOYOTA Prius Hybrid.
Hestöfl: eh ... ég kemst allavega upp Bakkaselsbrekkuna (í meðvindi).
Hvað er í deiglunni: Jólin eru allstaðar ... líka í deiglunni.

Hvernig hefurðu það?
Jú takk mjög gott ... og þú?
Hvernig nemandi varstu? 
Ég var hvurs manns hugljúfi! Ég held reyndar að ég hafi farið versnandi með árunum. Ég verð orðinn skelfilegur þegar ég kem í öldungadeildina.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? 
Jakkafötin mín. Þess ber að geta að ég fermdist á hápunkti níunda áratugarins og tískustraumar þess tíma lifa ekkert sérstaklega vel. Amma mín saumaði á mig nýjustu tískuna beint úr einhverju Bravóblaðinu. Þetta var skínandi grár og glansandi mittisjakki með herðapúðum og passaði vel við gráu támjóu skóna mína. Það fóru bílfarmar af svona fötum til Afríku á vegum Rauða krossins þegar áratugurinn leið undir lok. Gaman að hugsa til þess að það eru heilu ættbálkarnir í Sómalíu sem eru klæddir eins og ICY flokkurinn.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Allt frá því að vinna á jarðýtu í að vera ofurmenni.
Hvað hræðistu mest? 
Að vakna upp einn daginn og átta mig á því að ég er farinn að missa hárið.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? 
Versta tónlistin á hug minn þessa stundina. Besta versta platan sem ég hef keypt er með söngfuglinum Wing Han Tsang og heitir Too much heaven. Það er hægt að kaupa þetta á netinu á www.wingtunes.com. Síðan í anda jólanna þá verð ég að láta þetta fljóta með: www.fredmckinnon.com/media/OHolyNight.mp3
Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? 
Ég hef nú ekki verið kenndur við karaoke söng ... en ætli að líklegustu lögin séu ekki nr. 358114 og 390213 á Sam?s Bar (nær Kongens Nytorg) í Kaupmannahöfn.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? 
Ég er einstaklega lunkinn við að missa af sjónvarpsefni. En ég væri alveg til í að sjá Derrick þættina aftur. Ég held að ég hafi lært meiri þýsku fyrir framan sjónvarpið í Raftahlíðinni en ég gerði í framhaldsskóla. Til að mynda get ég sagt á reiprennandi þýsku að mér sýnist á verksummerkjum að allt bendi til þess að það hafi verið framið morð, en ég gæti ekki beðið um matseðilinn á þýsku þótt lífið lægi við.
Besta bíómyndin? 
Blade Runner var afskaplega góð og eldist betur en leikhæfileikar Harrison Ford.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? 
Þar sem ég bý einn geri ég allt betur en aðrir á heimilinu mínu.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? 
Svona MacGyver matreiðsla, þegar maður getur gert eitthvað úr engu. ?Ég þarf bara matarsóda, rækjusalat, tvinna og matarleifarnar sem virðast alltaf safnast saman innst í eldhússkápunum og ... voila ... bon appetit ... hér er skúffukaka!?
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? 
Ég enda oftast á því að kaupa allt annað en það sem var á tossamiðnum. Svona svipað og þegar Kjarri fór í ríkið fyrir okkur í den og átti að kaupa kippu af bjór, eina vodka og pela af viskí. Kom síðan út með tvær brennivín.
Hvað er í morgunmatinn? 
Kaffi!
Uppáhalds málsháttur? 
Málshættir og ég eigum ekki samleið enda man ég þá sjaldnast. Gæti verið annað hvort ?Hver hefur sinn hund að draga?? eða ?Sjaldan eru tveir biskupar á flæðiskeri staddir?.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? 
Mig dreymdi einu sinni að ég væri Rupp, þannig að ég giska á að hann sé ofarlega í huga mér.
Hver er uppáhalds bókin þín? 
The Gospel of the Flying Spaghetti Monster og Lord of the Rings (sem ég er ekki ennþá búinn að skila Birni Magnússyni).
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...
 Eru það ekki bara farþegarnir í hulduflugvélum FBI sem ráða ekki hvert þeir fara? En ætli ég myndi ekki bara fara til Kaupmannahafnar. Ég á svo déskoti góða vini þarna úti.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu?
 Hógværðin og lítillætið!
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?
 Drambsemi og dreissugheit!
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju?
 Manchester United, vegna þess að ég gafst upp á að halda með Tottenham á sínum tíma þar sem þeir unnu ekki neitt.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? 
Gary Neville! Nei ætli það sé ekki Ásgeir Sigurvinsson.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó?
 Diskó Friskó að sjálfsögðu ... í flutningi John Wayne Group!
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? 
Al Gore ... enda fann hann upp Internetið.
Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér?
Ég þarf bara matarsóda, tvinna og matarleifarnar sem virðast alltaf safnast saman innst í eldhússkápunum og ... voila ... ég get búið til hvað sem er!
Hver væri titillinn á ævisögu þinni?
 Strákur er nefndur Hulk Ólafsson: Sögur af því sem betur hefði mátt fara í æsku minni.?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir