rabb-a-babb 82: Svana Páls

Nafn: Svanhldur Pálsdóttir.
Árgangur: 1970.
Fjölskylduhagir: Gift Gunnari Sigurðssyni og við eigum þrjú börn, Sindra, Hrafhildi og Berglindi
Búseta: Bý á Stóru-Ökrum í Akrahreppi.
Hverra manna ertu: Ég er dóttir Hofsósingsins Helgu Friðbjörnsdóttur og Mývetningsins Páls Dagbjartssonar.
Starf / nám: Stúdent frá MA og með kennarapróf frá Kennararháskóla Íslands, kenndi í nokkur ár í Varmahlíðarskóla en snéri mér svo að hótelrekstri á Hótel Varmahlíð.
Bifreið: Frábærlega sparneytinn Skódi.
Hestöfl: Ekki hugmynd.
Hvað er í deiglunni:  Sauðburður heima fyrir með öllum sínum lömbum og sumarvertíð á hótelinu með öllum sínum gestum.

Hvernig hefurðu það? 
Bara ljómandi gott takk fyrir.
Hvernig nemandi varstu? 
Dóttir skólastjórans, hvernig haldið þið...nú auðvitað til fyrirmyndar í einu og öllu...
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum?
Hvað það var gaman að hafa alla stórfjölskylduna í heimsókn.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Kennari, enda hafði ég margar slíkar fyrirmyndir.
Hvað hræðistu mest? 
Kjarnorkustríð.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? 
Nú að sjálfsögðu allar Abba plötur sem gefnar voru út.
Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? 
Dancing Queen með ABBA með systur mínar í bakröddum... búnar að æfa í Abba Singstar.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? 
Engu, er eiginlega alveg búin að venja mig af sjónavarpsglápi, en er þar af leiðandi studnum alveg úti á túni í ýmsum umræðum.
Besta bíómyndin?  
Ég er voða væmin þegar kemur að bíómyndum, The Notebook finnst mér alveg frábær mynd.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? 
Þurrka af eldhúsborðinu.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?  
Að elda úr góðu nautakjöti er alveg frábært.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann?  
Nammi, nammi og meira nammi.
Hvað er í morgunmatinn?
Persónulega er ég ekki gefin fyrir morgunmat, en serios, mjólk og rúsínur er sígilt tríó.
Uppáhalds málsháttur?  
Oft er fretur fyrir fylli.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? 
Garfield.
Hver er uppáhalds bókin þín?  
Ég er búin að lesa svo margar góðar bækur upp á síðkastið...Á ég að gæta systur minnar er t.d. mjög áhrifarík bók sem og bókin Tilræðið sem er nýútkomin.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...
...til Ítalíu á skíði
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? 
Óstundvísi og skipulagsleysi.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Nöldur og tuð.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? 
Pass.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? 
Börnunum mínum eins og er.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? 
Diskó friskó, ég er algjör diskóbolti.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? 
Vigdís Finnbogadóttir.
Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? 
Mat, bók og Gunna minn.
Hver væri titillinn á ævisögu þinni?  
Aðeins of sein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir