Aðalfundi Tindastóls frestað

Aðalfundi Tindastóls sem vera átti í kvöld klukkan 20:00 í Húsi frítímans hefur verið frestað þangað til 14 dögum eftir að sóttvarnarlæknir afléttir samkomubanni, hvenær sem það verður, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá aðalstjórn félagsins.

Í áður auglýstri dagskrá verða eftirfarandi mál tekin fyrir:
1. Formaður setur fundinn.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar.
4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
5. Lagabreytingar.
6. Ákvörðun árgjalda.
7. Kosning formanns, fjögurra manna í stjórn, þriggja varamanna í stjórn og tveggja skoðunarmanna.
8. Önnur mál.

Tillögur til lagabreytinga verða bornar upp til kosninga af hálfu aðalstjórnar UMFT og hvetur aðalstjórn félagsmenn til þess að koma með tillögur að lagabreytingum og þurfa þær að berast á netfangið tindastoll@tindastoll.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir