Aðgengi takmarkað að Lyfju á Sauðárkróki

Frá og með deginum í dag mun Lyfja á Sauðárkróki takmarka aðgengi viðskiptavina sinna inn í apótekið en þess í stað mun afgreiðslan fara fram í gegnum dyrnar. Viðskiptavinum er bent á að nota www.lyfja.is til þess að panta lyf, eða taka upp símann og hringja á undan sér.

„Þetta er gert í ljósi aðstæðna sem upp eru komnar í samfélaginu vegna Covid19 og er örþrifaráð til þess að reyna að tryggja starfsemi Lyfju á Norðvesturlandi,“ segir Friðþjófur Már Sigurðsson, lyfsali á Sauðárkróki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir