Aðgerðum við Sauðá lokið
feykir.is
Skagafjörður
28.09.2021
kl. 20.47
Í tilkynningu sem var að berast frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra segir að búið sé að aflétta lokunum innanbæjar á Sauðárkróki sem á voru settar vegna gruns um krapastíflu í Sauðá.
„Eftir skoðun þar tilbærra sérfræðinga, þegar veður gekk niður, kom í ljós að rennsli er orðið eðlilegt að nýju. Er því öllum aðgerðum við Sauðá lokið,“ segir í tilkynningunni.