„Áfram veginn kæru félagar!“ - Landsfundur VG fór fram um helgina

Ný stjórn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var kosin á landsfundi hreyfingarinnar í Hofi á Akureyri um helgina. Mynd: Vg.is
Ný stjórn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var kosin á landsfundi hreyfingarinnar í Hofi á Akureyri um helgina. Mynd: Vg.is

Landsfundur Vinstri grænna fór fram á Akureyri um helgina þar sem fjölmörg mál lágu fyrir landsfundarfulltrúum. Kosin var ný stjórn og fulltrúaráð og heilmiklar umræður fóru fram og ályktanir afgreiddar. Í ræðu Katrínar Jakobsdóttur, formanns flokksins, benti hún á að aðaláhersla stjórnvalda verði að ná verðbólgunni niður sem einungis verði gert með samstilltum aðgerðum allra.

„Ríkistjórnin hefur beitt ríkisfjármálunum til að vinna gegn þenslunni en á sama tíma styðja þá hópa sem eiga erfiðast með að mæta áhrifum verðbólgunnar og það munum við gera áfram. Á næstu dögum kynnum við fjármálaáætlun þar sem við munum verja almannaþjónustuna og afkomutryggingakerfin, boðum aukna tekjuöflun en hægjum á vexti útgjalda. En það er ekki bara ríki og sveitafélög sem þurfa að laga stefnu sína að þessari stöðu. Baráttan við verðbólguna snýr að okkur öllum, við höfum sameiginlega hagsmuni af því að ná árangri,“ sagði Katrín.

Hún telur að það hafi verið farsæl lausn hjá verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum að semja til skamms tíma við núverandi aðstæður en segir jafnframt að framundan séu vandasamar viðræður sem þurfa að stuðla að lágri verðbólgu en jafnframt tryggja réttlátan hlut launafólks í þeim efnahagsbata sem náðst hefur á undanförnum árum. „Og Seðlabankinn hefur staðið vaktina – þó að vinsælt sé að gagnrýna hann – og beitt þeim stýritækjum sem hann hefur til að ná tökum á verðbólgunni og hvetja til sparnaðar. Ég hef hrósað og geri það nú aftur þeim fyrirtækjum sem hafa svarað kalli um þjóðarsátt og auglýsa nú verðlækkanir til að ná árangri í þessu sameiginlega verkefni og hvet önnur til að fylgja þeirra fordæmi. Og ítreka enn það sem ég hef áður sagt: Forstjórar sem skammta sér launahækkanir langt umfram launavísitölu og eigendur sem greiða sér úr himinháan arð hella olíu á verðbólguelda. Enginn ætti að láta sér það koma á óvart að það verður ekki þannig að þeir sem lægst hafa launin eigi að bera mesta ábyrgð á efnahagslegum stöðugleika.“

Katrín segir að með samstilltu átaki verði verðbólgunni náð niður og í kjölfarið munu vextir lækka. „Hvorttveggja eru mikilvæg hagsmunamál landsmanna allra og skiptir sköpum til að skapa grundvöll fyrir áframhaldandi uppbyggingu velsældar og langtímakjarasamningum í lok þessa árs.“

VG hefur margoft þurft að sitja undir harðri gagnrýni, ekki síst innan eigin raða, fyrir umdeild mál sem ríkisstjórnin hefur látið til sín taka og þykir mörgum sem flokkurinn lúffi gjarnan fyrir yfirgangi Sjálfstæðisflokks. Katrín sagði hins vegar í ræðu sinni að flokkurinn væri í stjórnmálum til að hafa áhrif. „Við í Vinstri-grænum vitum reyndar ágætlega að það er hægt að hafa áhrif í stjórnarandstöðu, við kunnum þann slag nokkuð vel. En það er hægt að hafa enn meiri áhrif í ríkisstjórn. Og fyrir hreyfingu sem drifin er áfram af hugsjónum, sem hefur skýra stefnu, þá skiptir öllu máli að hrinda hugsjónunum í framkvæmd, að sjá stefnumálin verða að veruleika. Við vitum að nái stefna okkar fram að ganga þá gerum við samfélagið okkar betra, manneskjulegra, fjölbreyttara og umburðarlyndara. Þegar á móti blæs og við sitjum undir árásum þá er ágætt að hafa það hugfast að andstæðingar okkar vilja allt til vinna að komast í ríkisstjórn, til að gera sín eigin stefnumál að veruleika. Um þetta snúast stjórnmál, þau snúast um stefnu og áherslu og möguleikann á því að móta samfélag okkar.“

Í niðurlagi tölu sinnar benti Katrín á þá staðreynd að þátttaka í ríkisstjórn kosti ávallt sitt og spurningin um það hvort vera í ríkisstjórn sé þess virði fyrir hreyfinguna, fái hún stundum að heyra.

„Og ég skil vel að svona sé spurt það er eðlilegt þegar hreyfingin okkar hefur verið lengi í ríkisstjórn. En miklu oftar, miklu miklu oftar, fæ ég hvatningu og stuðning frá félögum okkar, bréf, símtöl, samtöl á förnum vegi sem öll eiga það sameiginlegt að við í Vinstri-grænum viljum rísa undir ábyrgð. Við viljum hafa mótandi áhrif, við eflumst við mótlæti og við viljum leiða samfélagið okkar í átt að réttlátu þjóðfélagi þar sem allir eiga tækifæri á að lifa með sæmd og reisn,“ sagði Katrín og endaði ræðuna með hvatningarorðum til félaga sinna: „Áfram veginn kæru félagar!“

Ný stjórn var kosin til forystu VG:
Formaður: Katrín Jakobsdóttir – 99,3% (auð atkvæði 0,7%)
Varaformaður: Guðmundur Ingi Guðbrandsson – 97,5% (auð atkvæði 2,5%)
Ritari: Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir – 57,6%, Sigríður Gísladóttir – 41,8% (auð atkvæði 0,6%)
Gjaldkeri: Steinar Harðarson – 54,7%, Líf Magneudóttir 40,9% (auð atkvæði 4,4%)

Meðstjórnendur eru:
Elín Björk Jónasdóttir 85,2%
Maarit Kaipainen 74,1%
Pétur Heimisson 73,5%
Sigríður Gísladóttir 72,8%
Óli Halldórsson 61,7%
Hólmfríður Árnadóttir 61,7%
Andrés Skúlason 55,6%

Til vara eru:
Klara Mist Pálsdóttir 50,6%
Helgi Hlynur Ásgrímsson 46,9%
Álfheiður Ingadóttir 39,5%
Guðný Hildur Magnúsdóttir 32,1%

Einnig var kosið í nýtt flokksráð og er skipað eftirfarandi:
Bjarki Þór Grönfeldt
Sóley Björk Stefánsdóttir
Ólafur Þór Gunnarsson
Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir
Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm

Anna Þorsteinsdóttir
Klara Mist Pálsdóttir
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir
Elín Oddný Sigurðardóttir
René Biasone

Stefán Pálsson
Gestur Svavarsson
Jósúa Gabríel Davíðsson
Steingrímur J Sigfússon
Lilja Rafney Magnúsdóttir

Kári Gautason
Maria Maack
Sjöfn Ingólfsdóttir
Iðunn Garðarsdóttir
Guðný Hildur Magnúsdóttir

Hólmfríður Sigþórsdóttir
Ásrún Ýr Gestsdóttir
Kristján Ketill Stefánsson
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Torfi Hjartarson

Helga Tryggvadóttir
Kristín Magnúsdóttir
Anna Sigríður Hafliðadóttir
Hildur Þóra Magnúsdóttir
Bergþóra Benediktsdóttir

Sigrún Jóhannsdóttir
Sif Jóhannesar Ástudóttir
Þorvaldur Örn Árnason
Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson
Jónína Riedel

Þóra Magnea Magnúsdóttir
Sæmundur Helgason
Sveinn Rúnar Hauksson
Cecil Haraldsson
Ólafur Kjartansson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir