Allan Fall í Tindastól

Allan Falls. Mynd: Karfan.is

Karfan.is segir frá því að Tindastólsmenn sem sjá á eftir Ben Luber eftir leikinn á sunnudag hafi fundið arftaka hans sem er Allan Fall sem lék með Skallagrím á síðasta tímabili.
Eins og kom fram á dögunum vildi Luber yfirgefa landið og halda heim á leið og því voru Tindastólsmenn leikstjórnandalausir og sagði Kristinn Friðriksson að þeir hafi farið á stúfana og fljótlega sett sig í samband við Fall, ekki síst þar sem hann er þekkt stærð og ekkert sem kemur á óvart. Jafnframt sagði Kristinn að þetta þýddi breytingar fyrir liðið því Luber hefði aðlagast liðinu vel og verið öflugur leikmaður en nú kemur nýr maður sem fer mjög líklega í byrjunarliðið og því má reikna með einhverjum breytingum á leik liðsins.

Fall kemur til landsins á sunnudag og ætti því að vera klár í leikinn gegn ÍR 7. nóvember.

Fall spilaði alla 22 leiki Skallagríms í Iceland Express deildinni í fyrra og skoraði 13,5 stig í leik og gaf 6,2 stoðsendingar.

Þetta kom allt fram á karfan.is

Fleiri fréttir