Alli og Binni skrifa undir hjá Tindastóli
Á Heimasíðu Tindastóls er greint frá því að tveir öflugir leikmenn í fótboltanum hafi skrifað undir samning við félagið um að þeir leiki með liðinu í sumar.
Þetta eru þeir Aðalsteinn Arnarson og Brynjar Rafn Birgisson en þeir eru vel kunnugir í herbúðum Tindastóls. Aðalsteinn er einn af máttarstólpum liðsins og hefur leikið alls 100 leiki með meistaraflokki Tindastóls skv. uppl. KSÍ. Brynjar Rafn á að baki 11 leiki fyrir meistaaraflokk Tindastóls.