Allt brjálað í dekkjunum
Eins og alltaf þegar fyrsta snjóspýjan kemur ár hvert þá drífa bílaeigendur sig með bílinn á dekkjaverkstæðin og láta skipta yfir á vetrardekkin.
Þeir voru sammála því hjá Bifreiðaverkstæði KS að það væri allt brjálað í dekkjunum en blaðamanni sýndist að þeir kunna tökin á þessu strákarnir því snöggir voru þeir að umfelga eins og einn bíl.