Alþýðulist áfram á sínum stað
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
16.05.2011
kl. 09.15
Sveitarfélagið Skagafjörður, Ferðasmiðjan og Alþýðulist hafa gert með sér samning þar sem Alþýðulist er leigt húsnæði sem undanfarin ár hefur hýst upplýsingamiðstöð ferðamanna í Skagafirði auk Alþýðulistar.
Upplýsingamiðstöðin mun nú í vor flytjast yfir í KS Vamahlíð og svo töluð sé skagfirska þá mun hún verða staðsett norðan við ísvélina. Þá mun sérstakur starfsmaður sinna starfi í upplýsingamiðstöðinni.