Andrea Maya í úrvalshóp FRÍ

Andrea Maya með fangið fullt að bikurum. Mynd: UMSS.
Andrea Maya með fangið fullt að bikurum. Mynd: UMSS.

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur birt nýjan úrvalshóp unglinga 15-19 ára en hann samanstendur af íþróttamönnum sem náðu viðmiðum á utanhússtímabilinu 2019. Á heimasíðu Frjálsíþróttasamband Íslands kemur fram að þeir sem ná viðmiðum á innanhússtímabilinu haust 2019 - vor 2020 bætast við hópinn í mars. Skagfirðingurinn Andrea Maya Chirikadzi er ein þessa úrvalsíþróttafólks.

Andrea Maya keppir fyrir frjálsíþróttadeild Tindastóls og UMSS og hennar aðalgrein er kúluvarp og hefur hún margsinnis fengið gull um hálsinn. Eftir því sem fram kemur á FB síðu UMSS kastaði Andrea Maya 3 kg. kúlu 11,87 m sem er lengsta kast 16 ára stúlku utanhúss árið 2019.

Stefnt er að því að hafa æfingabúðir fyrir Úrvalshópinn í byrjun apríl 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir