Bændamarkaður, rósir og vöfflur
feykir.is
Skagafjörður
21.11.2025
kl. 10.55
Það verður aldeilis hægt að fara á jólarúnt nk. laugardag 22. nóvember. Hinn árlegi jóla, bænda og handverksmarkaður verður í Hlöðunni á Stórhól í Lýdó og Rúnalist Gallerí, kaffihúsið Starrastöðum og handverks og sölubasar dagdvalar aldraðra er meðal þess sem um er að vera í firðinum næstkomandi laugardag.
Fjölbreytt vöruúrval beint frá býli og smáframleiðendum á Norðurlandi og víðar. Markaðurinn verður frá 13-17 og meðal þeirra sem verða á staðnum eru, Birkihlíð Kjötvinnsla, Breiðagerði Garðyrkjustöð, Drekagull, Geitagott, Hvammshlíð, Hraun á Skaga, Korg Kaffibrennsla, Ljósmyndameistarinn, Sveifla, Sölvanes, Silfrastaðaskógur og 10. bekkur Varmahlíðarskóla.
Á leiðinni til eða frá Stórhóli er hægt að koma við á kaffihúsinu Starrastöðum frá 14-18 þar sem boðið verður uppá kakó, kaffi og nýbakaðar kleinur, piparkökur og fleira heimabakað góðgæti. Nýskornar rósir og rósaafurðir til sölu.
Á Sauðárkróki sama dag verður svo handverkssýning notenda dagdvalar aldraðra og sölubasar í aðstöðu dagdvalar aldraðra HSN á Sauðárkróki og verður húsið verður opið frá kl. 14:00 til kl. 17:00, þar verður ægt verður að gæða sér á vöfflur, heitt súkkulaði og kaffi fyrir 1.500 kr. - 10 ára og eldri.
