Bakað úr Skagfirskru byggi

Mynd: Varmahlíðarskóli

Nemendur í 4. bekk Varmahlíðarskóla hafa verið að læra um korn og ýmsar tegundir af korni og hvað hægt er að gera úr þeim. Einnig hafa þeir lært að gróft brauð er hollara en hvítt og af hverju. Í tilefni af því kom Sylvía í 4. bekk sem býr á Úlfsstöðum í Blönduhlíð með þurrkað bygg heiman frá sér, bæði heilt og valsað til að sýna nemendum.

 

 Ákveðið var að nota það valsaða í bollur sem nemendur bjuggu til. Bollurnar tókust mjög vel, voru bæði fallegar og bragðgóðar.

Fleiri myndir af krökkunum í fjórða bekk má sjá hér

Fleiri fréttir