Beit fingurinn nánast af
Mikil mildi þykir að lögregluþjónn á Sauðárkróki missti ekki fingur er maður sem verið var að færa varðhald beit hann í fingurinn með þeim afleiðingum að fingurinn brotnaði. Áður hafði maðurinn gengið í skrokk á öðrum manni sem fluttur var meðvitunarlaus á sjúkrahús.
Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn, segir að nóttin hafi að öðru leiti verið róleg en mennirnir tveir hafi verið að slást utan við skemmtistað í bænum í nótt. -Það var búið að færa manninn í járn og verið að hagræða honum inni í lögreglubílnum er hann náði að læsa tönnum sínum utan um fingur lögreglumanns. Beit maðurinn svo rosalega að hann braut á honum fingurinn og hékk fingurinn í raun bara á smá skinni. Ef ekki hefði verið fyrir þykka leðurhanska sem við klæðumst hefði fingurinn líkalega farið alveg af, segir Stefán Vagn.
Ungi maðurinn er heimamaður og hefur áður komið við sögu lögreglu. Hann var færður í fangageymslu og síðan sleppt í morgun að lokinni yfirheyrslu,