Biðlista eytt í Árvist
Á síðasta fundi Fræðslunefndar Skagafjarðar kom fram að nú séu 76 börn í Árvist en engu að síður séu 10 börn á biðlista eftir plássi.
Ákveðið var á fundinum að ráða starfsmann í 50% starfi til þess að mæta biðlistanum. Munu vistunargjöld standa að mestu undir launakostnaði þessa starfsmanns.