Bílvelta við brúna yfir vesturós Héraðsvatna
Í gærkvöldi varð umferðaróhapp við vestari Héraðsvatnabrúna þegar bíll fór útaf. Þrír voru í bílnum og voru fluttir á sjúkrahúsið á Sauðárkróki en fengu að fara heim að lokinni skoðun.
Mildi þykir að ekki fór verr en að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki var lítið í Héraðsvötnunum en í frétt á mbl.is kemur fram að bíllinn er stórskemmdur ef ekki ónýtur. Lögregla telur bílbelti og viðeigandi öryggisbúnað fyrir börn hafa komið í veg fyrir að verr færi.