Blómafjósið í Flugumýrarhvammi vekur athygli

Sigrún Hrönn við fjósið sem hefur vakið athygli. Mynd: Aðsend.
Sigrún Hrönn við fjósið sem hefur vakið athygli. Mynd: Aðsend.

Á vef Bændablaðsins er viðtal við Sigrúnu Hrönn Þorsteinsdóttur í Flugumýrarhvammi, eða Systu í Hvammi eins og hún er gjarnan kölluð í sinni sveit. Bæjarstæðið í Flugurmýrarhvammmi er einstaklega snyrtilegt og vakti það athygli Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar sem tók viðtalið. Fjósið er skreytt fallegum blómum sem Sigrún hefur ræktað sjálf og leggur mikla alúð í. 

 „Það er að okkar mati gífurlega mikilvægt að ganga vel um og hafa snyrtilegt á bújörðum. Við megum ekki gleyma því að við erum að framleiða matvæli og ásýndin verður bara að vera í lagi. Við höfum alla tíð lagt áherslu á að ganga vel um og reynt að venja börnin okkar á það líka. Auðvitað hvet ég aðra bændur að hafa snyrtilegt í kringum sig en auðvitað geri ég mér grein fyrir því að það eru ekki allir fyrir blómarækt," segir Sigrún.

 Í Flugumýrarhvammi eru 32 mjólkandi kýr, 50 fjár, smávegis af hrossum, nokkrar hænur, hundur og köttur, auk myndarlegrar skógræktar. Árið 2010 eignaðist Sigrún gróðurhús og segir hún það hafa verið mikil bylting fyrir sig. Fljótlega upp úr því fór hún að setja sumarblóm á fjósveggina og í ker við fjósið og með árunum hefur þetta aukist. 

"Að rækta sumarblómin veitir mér mjög mikla gleði og ánægju þó vissulega sé þetta talsverð vinna," segir Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir í samtali við Bændablaðið.

/SMH

 

 

 

 

 

Fleiri fréttir