Boða til mótmæla á laugardag
Stjórn Félags ungra Framsóknarmanna í Skagafirði harmar þá aðför sem ríkistjórn Íslands hefur gert að heilbrigðistofnun Skagafjarðar.
Í ályktun frá félaginu stendur; „ það er öllum ljóst að ekki er hægt að skera meira niður án mikillar þjónustuskerðingar og þar af leiðandi mun öryggi íbúa á svæðinu minnka til muna. Það er ekki auðvelt að sjá í hverju ríkistjórnin vill spara með þessum aðgerðum, er það kannski hugmyndafræði þessarar „velferða“stjórnar eins og hún vil kenna sig við, að skerða alla þjónustu á landsbyggðinni?
Næst komandi laugardag kl.16 munum við standa fyrir táknrænum mótmælum fyrir utan sjúkrahúsið.
Við hvetjum alla til að mæta og sína samhug okkar Skagfirðinga.
Stöndum vörð um sjúkrahúsið okkar!
Stjórn FUFS „