Bókamarkaður
Næstu tvær helgar verður bókamarkaður í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Opinn föstudag, laugardag og sunnudag 31. okt. – 2. nóv., frá kl. 13-16 og aftur 7., 8. og 9. nóv. frá kl. 13-16.
Mjög ódýrar bækur í boði. Á sama tíma verður opin sýning í Safnahúsinu á verkum íslenskra teiknara, sem myndskreyttu þjóðsögur úr munnlegri geymd. Sýningin var unnin af Listasafni Reykjavíkur.