Brautskráning á föstudag
Næsta brautskráning frá Háskólanum á Hólum verður föstudaginn 31. maí nk. Athöfnin verður í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð, og hefst kl. 14:00. Brautskráð verður frá öllum deildum skólans.
Sérstök athygli er vakin á að þetta verður fyrsta brautskráningin af hinni nýju braut hestafræðideildar, BS í reiðmennsku og reiðkennslu. Sá hópur býður til reiðsýningar á reiðvelli skólans, kl. 11:00 að morgni föstudagsins. Þá sem endranær eru allir velkomnir heim að Hólum. Hólar.is segir frá þessu.
