Brautskráning á Hólum um helgina

Brautskráning nemenda úr ferðamáladeild og fiskeldis- og fiskalíffræðideild Hólaskóla - Háskólans á Hólum fer fram í Hóladómkirkju laugardaginn 11. október kl. 14.

Að þessu sinni verða 18 nemendur brautskráðir frá skólanum, 2 með BA próf í ferðamálafræði, 3 úr viðburðarstjórnun, 7 nemendur útskrifast með diplómagráðu, fyrsta ár, ferðamálabrautar og 5 nemendur með diplómagráðu frá fiskeldisdeild. Sumir þessara nemenda hafa nú þegar skráð sig í áframhaldandi nám hjá skólanum.
Við athöfnina mun Skúli Skúlason, rektor, flytja ávarp og Sveinn Sigurbjörnsson sjá um tónlistarflutning. Að útskrift lokinni verður gestum boðið í kaffi.

Fleiri fréttir