Brummi og rúllusamstæða hlutu verðlaun
6 nemendur frá Varmahlíðarskóla komust áfram í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda en á dögunum fóru nemendurnir suður í vinnusmiðjur og unnu áfram með sínar hugmyndir.
Skemmst er frá því að segja að tvær hugmyndir af fjórum fengu verðlaun en það voru hugmyndirnar Brummi sem þær Ingibjörg Lóa, Katarína og Sædís Rós gerðu og Rúllusamstæða sem límir enda sem þær Berglind og Sonja gerðu. Til hamingju stelpur með árangurinn.