Búhöldum synjað um niðurfellingu gjalds
Byggðaráð Skagafjarðar hefur hafnað erindi frá Búhöldum hsf. þar sem félagið óskaði eftir því að gjald vegna endurúthlutunar lóða við Iðutún 1 - 3 Iðutún 5 - 7 og Iðutún 9 - 11 verði fellt niður.
Voru það rök Búhalda að þar sem gjaldtakan hefði ekki verið kynnt félaginu og ekki auglýst með formlegum hætti skyldi hún felld niður.
Í rökstuðningi Byggðaráðs segir að þann 29. janúar 2009 hafi sveitarstjórn staðfest gjaldskrá tæknideildar, þar á meðal var gjaldtaka vegna lóðaúthlutana.