Búið að koma fyrir hraðaþrengingum á Króknum
feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni
02.12.2025
kl. 10.21
Hér má sjá hraðaþrengingu á Sæmundargötunni á Sauðárkróki, gegnt Húsi frítímans. MYND: SKAGAFJÖRÐUR.IS
Á Sauðárkróki stóð sveitarfélagið Skagafjörður í nóvember fyrir því að setja upp þrjár hraðaþrengingar og eru þær staðsettar á Sæmundargötu, Hólavegi og Hólmagrund. Markmiðið með uppsetningunni er að draga úr hraða og bæta öryggi allra vegfarenda, sérstaklega í íbúðarhverfum og við svæði þar sem börn og ungmenni eiga leið um.
