Byggðasagan í prentun

Fimmta bindi Byggðasögu Skagafjarðar fer í prentun nú í vikunni en hún er vegleg að vanda með fróðlegum texta og skreytt fjölda mynda. Áætlað að bókin komi út um miðjan mánuðinn.

Hjalti Pálsson ritstjóri Byggðasögunnar var að fletta lokapróförk bókarinnar í gær sem tekur yfir Rípur- og Viðvíkurhrepp og verður alls um 380 blaðsíður. Upphaflega átti Hólahreppur að vera með en að sögn Hjalta hefði bókin þá orðið of stór og fyrirferðamikil. Áætlað er að bók um Hólahrepp komi út á næsta ári og eru skrif um þann hrepp langt á veg komin og verður þá gömlu verslunarstaðirnir Hofsós og Grafarós teknir með og verður veturinn notaður til að skrifa um þá.

Fleiri fréttir