Byggingarmenn skora á yfirvöld að halda áfram framkvæmdum
Meistarafélag Byggingamanna á Norðurlandi hefur sent byggðaráði Skagafjarðar bréf varðandi stöðu byggingariðnaðarins. Í bréfinu hvetur félagið meðal annars til þess að sveitarstjórn hafi frumkvæði að því að tryggja að byggingaframkvæmdir stöðvist ekki í sveitarfélaginu.
Jafnframt bendir félagið á að nú er rétti tíminn til að sinna viðhaldsframkvæmdum þar sem þær eru í senn mannaflafrekar og krefjast í fæstum tilfellum mikilla innkaupa á efni erlendis frá.