Byrja að safna lífssýnum í kvöld
Björgunarsveitir um allt land byrja að safna lífssýnum í kvöld, en yfir 100.000 Íslendingar hafa fengið boð um þátttöku í samanburðarhópi Íslenskrar erfðagreiningar.
Um söfnunarátakið: Með rannsóknum á erfðaefni Íslendinga leitar Íslensk erfðagreining orsaka margra alvarlegustu sjúkdóma sem hrjá mannkynið -- svo sem krabbameina, hjartasjúkdóma og sykursýki. Nánar um söfnunarátakið á www.útkall.is
/Fréttatilkynning