Dagskrá til heiðurs Stefáni Islandi
Þá er kominn þriðjudagur í Sæluviku og hefst dagskráin nú strax klukkan 9 með sýningu á Dimmalimm í Hofsósi og Listahátíð barnanna í Glaðheimum á Sauðárkróki.
Listsýningar eru opnar eins og dagskrá segir til um og í kvöld sýnir Leikfélag Sauðárkróks Frá okkar fyrstu kynnum öðru sinni en ekki var annað að heyra en að frumsýningargestir hafi verið kampakátir með leikverkið.
Karlakórinn Heimir flytur í kvöld söngsýningu til heiðurs Stefáni Islandi og er sungið í glæsilegu Menningarhúsinu Miðgarði.