Dalasetrið opnar
feykir.is
Skagafjörður
23.06.2022
kl. 15.27
Nú um helgina opnar Dalasetrið, nánar tiltekið laugardaginn 25. Júní milli klukkan 14 og 17, og verður tekið á móti gestum og þeim boðið að skoða gestahúsin á Helgustöðum í Unadal og þiggja léttar veitingar í gróðurhúsinu á næsta ári opnar sem Dalakaffi.
Hugmyndin kviknaði fyrir fimm árum og framkvæmdir hófust árið 2019. Gestahúsin eru nú fullkláruð og tilbúin til leigu eftir helgina.
Ætlunin er að gera Dalasetur að heilsusetri þar sem fólk getur notið sín í rólegu umhverfi með heilsutengdri þjónustu, svo sem jóga og heilsunuddi eða „staður fyrir fólk sem er tilbúið að næra sál og líkama.“ eins og Daníel Þórarinsson sagði þegar Feykir spurði hann út í málið.
/IÖF