Dansað í sólarhring - Myndband
feykir.is
Skagafjörður
28.10.2021
kl. 12.02
Dansmaraþon 10. bekkinga í Árskóla á Sauðárkróki lauk klukkan 10 í morgun en þá höfðu krakkarnir dansað sleitulaust í heilan sólarhring. Logi Vígþórsson, danskennari, stjórnaði dansinum sem fyrr, en þeir Óskar Björnsson, skólastjóri, töldu að þetta væri í 20. skiptið sem dansmaraþon væri þreytt í skólanum.
Ákveðið var að halda ekki hefðbundna danssýningu í tengslum við dansmaraþonið í íþróttasalnum en dansað var fyrir fólk í kaffihúsi sem opið var í matsal skólans í gær en þar gat fólk gætt sér á nýbökuðu bakkelsi um miðjan daginn. Einnig var matarsala um kvöldmatarleytið þar sem hægt var að kaupa sér pizzasneiðar og gos.