Tillaga að deiliskipulagi fyrir Birkimel í Varmahlíð auglýst

Tillaga að nýju deiliskipulagi. Athugið að myndinni hefur verið snúið og hún klippt til en hana má skoða betur á heimasíðu Svf. Skagafjarðar. MYND AF SKAGAFJÖRÐUR.IS
Tillaga að nýju deiliskipulagi. Athugið að myndinni hefur verið snúið og hún klippt til en hana má skoða betur á heimasíðu Svf. Skagafjarðar. MYND AF SKAGAFJÖRÐUR.IS

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur nú auglýst tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð í Birkimel í Varmahlið. Markmiðið með tillögunni er m.a. að svara aukinni eftirspurn eftir íbúðarlóðum á svæðinu er gert er ráð fyrir blandaðri byggð einbýlishúsa, parhúsa og raðhúsa. Feykir sagði fyrst frá því í júlí sl. að mikil eftirspurn hafi verið eftir lóðum í Varmahlíð og í ljósi þess var vinnu við deiliskipulag hraðað.

Í tilkynningu á vef sveitarfélagsins kemur fram að skipulagstillagan muni liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá 10-12 og 12:30-15 en tillagan er auglýst frá 29. september til og með 11. nóvember 2021.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir og eða koma á framfæri ábendingum við skipulagstillöguna.

Sjá má nánari upplýsingar um tillöguna, uppdrætti og greinargerð, á heimasíðu sveitarfélagsins.

Fleiri fréttir