Dráttarbáturinn fékk nafnið Grettir sterki - Myndband
feykir.is
Skagafjörður
15.12.2021
kl. 09.01

Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Svf. Skagafjarðar, býður fólk velkomið í skírnarathöfn á Suðurbryggjunni á Sauðárkróki. Mynd: PF.
Í gær var nýjum dráttarbát Skagafjarðarhafna gefið nafn við látlausa athöfn á Suðurbryggju á Sauðárkróki. Fékk hann nafnið Grettir sterki, eftir einum frægasta útlaga Íslandssögunnar.
Vegna samkomutakmarkana var einungis 50 manns boðið að vera viðstaddir athöfnina sem hófst á því að Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri, bauð gesti velkomna. Þá flutti sr. Sigríður Gunnarsdóttir bæn og blessaði skipið áður en Ingibjörg Huld Þórðardóttir skírði skipið með hefðbundnu flöskubroti á skipshlið. Að athöfn lokinni var viðstöddum boðið að þiggja veitingar í Húsi frítímans.
Grettir sterki skírður
Posted by Feykir on Miðvikudagur, 15. desember 2021