Dvelur við skriftir á Hólum
Sigursteinn Másson hefur komið sér fyrir á Hólum sem gestur Guðbrandsstofnunar og mun dvelja við skriftir, rannsóknir og fyrirlestrahald í marsmánuði.
Verkefni Sigursteins á Hólum verða fjölbreytt. Hann mun taka saman upplýsingar um íslenskt samfélag en hann hefur að undanförnu safnað fjölmörgum álitsgjöfum. Ætlun hans er að setja saman hugmyndir varðandi stjórnkerfi Íslands, menntun og menningu, velferð og virkni og sjálfbærni, efnahag og náttúruvernd. Verkefnið er óháð stjórnmálaöflum. Þá mun Sigursteinn halda fyrirlestra og námskeið á Hólum á meðan á dvöl hans stendur.
/Hólar.is