Dýpi Sauðárkrókshafnar ekki nóg fyrir heimahöfn varðskipa

Varðskipið Freyja í heimahöfn sinni á Siglufirði. Mynd: Lhg.is
Varðskipið Freyja í heimahöfn sinni á Siglufirði. Mynd: Lhg.is

Freyja, nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar, kom til landsins á dögunum og verður með sína heimahöfn á Siglufirði eins og kunnugt er. Það rifjaðist upp fyrir mörgum Skagfirðingnum að árið 2016 undirrituðu fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Landhelgisgæslu Íslands samkomulag um hafnarþjónustu fyrir varðskip á Sauðárkróki.

Þar áttu varðskipin og stofnunin að fá alla nauðsynlega þjónusta um lengri eða skemmri tíma, þ.m.t. hafnaraðstöðu, aðgang að heitu og köldu vatni, aðgang að rafmagni og losun á sorpi. Eitthvað varð lítið úr samvinnunni því skip Gæslunnar sáust lítt og flestir búnir að gleyma þessari ráðstöfun þangað til Freyja mætti til Siglufjarðar.

Feykir leitaði skýringa hjá dómsmálaráðuneytinu þar sem ákvörðun hafði verið tekin þar um, hvar hafnaraðstaða væri staðsett fyrir skip Landhelgisgæslunnar fyrir norðan land. Í svari ráðuneytisins segir að sú ákvörðun hafi verið tekin að vandlega yfirlögðu ráði.

Aðstæður í höfn
Við staðarvalið vó þungt að á Siglufirði er til staðar viðlegukantur með yfir átta metra dýpi sem var tilbúinn til ráðstöfunar fyrir Landhelgisgæsluna..

Staðsetning á landinu
Siglufjörður er vel staðsettur, utarlega á Norðausturlandi, nærri miðum og siglingaleiðum með Norðausturlandi. Með tilliti til viðbragðstíma var talið heppilegra að hafa skipið eins austarlega á Norðurlandi og kostur var. Með Þór í Reykjavík og Freyju á Siglufirði hefur viðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar umhverfis landið verið aukin og hægara verður um vik að tryggja öryggi sjófarenda, landsmanna og auðlinda í hafi.

Tengdar fréttir:
Varðskip Landhelgisgæslunnar með heimahöfn í Sauðárkrókshöfn
Landhelgisgæslan með hafnaraðstöðu á Króknum

 

 

Fleiri fréttir