Ég bið að heilsa þér
Út er komin þriðja ljóðabók Gísla Þórs Ólafssonar, Ég bið að heilsa þér. Bókin er sjálfstætt framhald af Aðbókinni (2007). Í bókinni er fjallað á spaugilegan hátt um þá erfiðleika sem geta stundum skapast í samskiptum fólks á tímum msn og sms.
Óhætt er að mæla með því að fólk lesi bókina enda um skemmtilegar örsögur að ræða sem sagðar eru í ljóðaformi. Það er Lafleur útgáfan sem gefur út bókina.
Hægt er að senda höfundi línu á netfangið gislith@simnet.is