Ekkert atvinnuleysi í Akrahreppi
Akrahreppur í Skagafirði er annað tveggja sveitarfélaga á landinu þar sem ekkert atvinnuleysi mældist í janúar. Hitt sveitarfélagi er Skorradalshreppur.
Eini munurinn á þessum tveimur sveitarfélögum er síðan sá að í Skorradalshreppi mældist atvinnuleysi í desember 2009 en í Akrahreppi hefur ekki mælst atvinnuleysi í langan tíma.