Ekkert óráð á „óráðstefnu"

Frá „óráðstefnu
Frá „óráðstefnu" á Laugarbakka. Mynd af Facebooksíðu Umræðuhóps áhugafólks um ferðaþjónustu í A-Hún.

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra var haldinn á Laugarbakka í Miðfirði sl. þriðjudag, 12. nóvember. Þetta er í fjórða sinn  sem ferðamálafélögin á Norðurlandi vestra, í samvinnu við SSNV, efna til sameiginlegs fundar þar sem fulltrúar þeirra hittast og bera saman bækur sínar ásamt því að hlýða á innlegg frá gestafyrirlesurum.

Að þessu sinni var form fundarins „óráðstefna“ þar sem dagskráin er ákveðin á staðnum af fundargestum sem koma með tillögur að umræðuefni sem svo er valið úr. Valin voru 15 málefni sem öll snerta ferðaþjónustu á svæðinu og voru þau krufin af ráðstefnugestunum 30 en síðar munu þau t.d. nýtast við skilgreiningu áhersluverkefna sóknaráætlunar að því er segir á vef SSNV.

Gestur fundarins var Sigurður Ragnar Eyjólfsson, knattspyrnuþjálfari, sem gaf fundargestum nokkur góð ráð sem byggja á reynslu afreksíþróttafólks og geta hjálpað öllum að ná betiri árangri í lífi og starfi. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir