Eldur í Bílaverkstæði KS

Eldurinn náði að læsa sig í flutningavagn og er hann mikið skemmdur eftir. Mynd: PF
Eldurinn náði að læsa sig í flutningavagn og er hann mikið skemmdur eftir. Mynd: PF
Líklegt er talið að upptök eldsins eigi rætur að rekja í þetta tæki, sem prófar ljósabúnað ökutækja. Mynd: MJ.

Brunavarnir Skagafjarðar voru ræstar út í nótt vegna elds sem kom upp á bílaverkstæði K.S í Kjarnanum á Sauðárkróki. Líklegt er talið að upptök eldsins eigi rætur að rekja í tæki, sem prófar ljósabúnað ökutækja og læst sig í hlið flutningavagns sem stóð hjá. Á Facebooksíðu Brunavarna Skagafjarðar kemur fram að slökkvistarf hafi gengið greiðlega fyrir sig og var húsið reykræst í framhaldi.

Líklegt er talið að upptök eldsins eigi rætur að rekja í þetta tæki, sem prófar ljósabúnað ökutækja. Mynd: MJ.Að sögn Marteins Jónssonar, framkvæmdastjóra verslunar- og þjónustusviðs KS, voru skemmdir óverulegar og betur hafi farið en á horfðist í fyrstu. Fyrir utan ljósatækið og flutningavagninn skemmdist loftlögn og einhverjar reykskemmdir innanhúss. Hann segir eldinn hafa komið upp í nótt á þeim tíma sem byggingin er mannlaus en eldvarnarkerfi hússins hafi kallað viðbragðsaðila út sem stóðu sig vel.

„Mig langar að koma þökkum til slökkviliðs, lögreglu og Gunnari Valgarðssyni fyrir skjót viðbrögð. Brunakerfið virkaði vel og er ljóst að það kom í veg fyrir stórtjón,“ segir Marteinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir