Engar bollur á mánudaginn
Matreiðslukappinn Ólafur Jónsson eða Óli á Hellulandi hefur orð á sér fyrir að vera sérlega duglegur og ósérhlífinn og stundum á undan sinni ‚framtíð‘ eins og kallinn sagði. Það sannaðist í dag þegar hann auglýsti í Sjónhorninu matseðil næstu viku hjá ‚Gott í gogginn‘.
Þar gerir hann ráð fyrir bolludegi næsta mánudag, sprengidegi á þriðjudag o.s.fv.
-Þau leiðu mistök urðu hjá mér að áætla bolludag og sprengidag í næstu viku. Hið rétta er auðvitað að það er ekki fyrr en 20 feb. sem bolludagurinn er, segir Óli -Þetta er bara röng hugsun hjá mér og verður ekki breytt í Sjónhorninu héðan af.
Hér fyrir neðan er réttur matseðill fyrir næstu viku skal fólk hann fram yfir þann sem er í sjónhorninu.
- Matseðill vikuna 13. – 17. febrúar 2012
- Mánudagur 13. feb.
- Lambakjöt m/lauk og Bernes / Pönnusteiktur Lax m/pasta
- Aspassúpa
- Þriðjudagur 14. feb.
- Lasagnja m/hvítlauksbrauði / Rauðspretta í soja og rauðkáli
- Sellerysúpa
- Miðvikudagur 15. feb.
- Svikinn héri m/bernes / Hunangssteiktur Steinbítur
- Kakósúpa
- Fimmtudagur 16. feb.
- Bradwurst pylsur m/ chilisósu / Ofnbakaður silungur
- Blaðlaukssúpa
- Föstudagur 17. feb.
- Ávaxtafylltur svínabógur / Karrýristuð Ýsa
- Grjónagrautur
- Ef pantaður er matur í heimsendingu þá vinsamlegast pantið fyrir kl. 10 á morgnana svo tryggja megi skjóta og góða afgreiðslu.
- Verð á mat er kr. 1.200.- sé maturinn sendur eða sóttur í bökkum, en kr. 1.490.- sé hann snæddur á staðnum. Súpa brauð og salat er kr. 950.- snætt á staðnum.